Nýsköpunarverðlaun til Borgarholtsskóla

2/12/2019

  • Vilhjálmur Árni Þráinsson, Haraldur Einar Ásgrímsson og Jón Bald Freysson
  • Júlía Sif Sundby, Nína Huld Leifsdóttir og Selka Sólbjört Eiríksdóttir
  • Sælunet
  • TappStore - Bríet Líf Þorsteinsdóttir, Dana Gunnarsdóttir og Ragnar Alex Ragnarsson
  • Steinþór Ólafur Guðrúnarson
  • Menntamaskínuliðið - Guðrún Stella Sæberg Þórðardóttir, Kristín Anna Ólafsdóttir, Hrafn Splidt Þorvaldsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Viktor Berg Grétarsson

Nemendur í lokaáfanga nýsköpunar tóku þátt í Samsýningu framhaldsskólanna sem stóð yfir dagana 28. nóvember - 1.desember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á þessu misseri tóku fjögur teymi þátt. Samsýning framhaldskólanna tekur mið af hönnun, hugmynd og nýsköpun. 38 teymi úr fjölmörgum framhaldsskólum tóku þátt og voru verðlaun veitt í fimm flokkum. Teymi frá Borgarholtsskóla vann samfélagsverðlaun sýningarinnar en þau eru veitt fyrir samfélagslega mikilvæga nýsköpunarverkefni.

Það var teymið HEL með hugmynd sína um hvernig hægt er að koma til móts við brotthvarf úr íþróttum með hálfformlegum aðferðum sem fékk verðlaunin. HEL er íþróttahreyfing sem er ekki afreksmiðuð og leitast við að nota fjölbreytar aðferðir við að virkja börn og unglinga til að stunda íþróttir, hreyfa sig á sínum forsendum með leikgleði og tilfinninguna um að tilheyra að leiðarljósi. Nánar um þetta verkefni er á vef HEL.

Við erum verulega stolt af nemendum okkar sem lögðu sig fram um að gera sitt besta.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira