Samfélagsleg nýsköpun

14/2/2019

  • Eldri borgarar á tölvunámskeiði

Á skóhlífardögum var boðið upp á námskeið þar sem eldri borgarar frá félagsmiðstöðinni Borgum, sem er við hliðina á skólanum, gátu komið og fengið leiðsögn um notkun á tölvum og snjallsímum. Var boðið upp á námskeiðið í samvinnu við Korpúlfa, sem eru samtök eldri borgara í Grafarvogi.

Tæplega 30 eldri borgarar nýttu sér tækifærið og fengu m.a. leiðbeiningar um notkun á Google Docs, snjallsímum, iPödum og margt fleira. Fengum við sérstakar þakkir frá Birnu Róbertsdóttur, forstöðukonu félagsmiðstöðvarinnar, fyrir framtakið og voru allir sem nýttu sér tækifærið ánægðir.

Voru eldri borgararnir mjög ánægðir með nemendur okkar og voru þeir skólanum til mikils sóma. 

Samfélagsleg nýsköpun felur það í sér að láta gott af sér leiða án þess að í því felist nein áþreifanleg umbun eins og peningar. Það var greinilegt á andlitum bæði eldri borgara og nemenda að allir höfðu bæði gaman og gagn af námskeiðinu. Það er mikilvægt að skólinn eigi samtal við umhverfi sitt og láti gott af sér leiða m.a. í þágu þeirra sem komnir eru á efri ár. Það má ekki gleyma því að það er að stórum hluta þeim að þakka að ungmenni landsins geta sótt sér ókeypis menntun í framhaldsskólum landsins í dag. Vonar skólinn að framhald verði á þessari samvinnu við Korpúlfa og Félagsmiðstöðina Borgir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira