Rúrí í heimsókn
Föstudaginn 27. nóvember fékk listnámsbraut BHS myndlistarkonuna Rúrí í heimsókn.
Rúrí sagði nemendum og kennurum frá starfi sínu og verkum. Fyrirlesturinn var vel sóttur og gerður góður rómur að honum.
Í tilefni af degi myndlistar, 31. október 2015, bauð Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) skólum upp á kynningu á starfi myndlistarmanns. Kynningarnar eiga að veita ungu fólki innsýn í það viðamikla starf sem felst í því að vera myndlistarmaður og bæta þannig grunnþekkingu á faginu.
Undanfarin ár hefur SÍM staðið fyrir degi myndlistar þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra. Þessi kynning á myndlistarmönnum hefur gefist mjög vel og hefur dagur myndlistar verið árviss viðburður í sífelldri þróun. Árið 2010 var verkefnið sett í fastari ramma og umfangið aukið. Dagurinn er hugsaður sem vitundarátak með það að markmiði að auka þekkingu landsmanna á starfi íslenskra myndlistarmanna