Rocky Horror

21/2/2017

  • Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir The Rocky Horror 27. febrúar 2017.
Félagar í Leikfélagi Borgarholtsskóla standa í ströngu þessa dagana því æfingar á söngleiknum The Rocky Horror eftir Richard O'Brien standa yfir.

Sýningin öll er sett upp og unnin af nemendum skólans, en Vala Fennell var fengin til að leikstýra.  Aðalleikarar eru Magnús Eðvald Halldórsson, Fanney Ágústa Sigurðardóttir, Guðjón Rafnar Rúnarsson, Snædís Laura Heimisdótir Paz, Eyrún Ósk Hjartardóttir og Jökull Elí Þorvaldsson.

Uppselt er á tvær sýningar en enn er hægt að fá miða á aukasýningu þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00. Miðasala fer fram á tix.is .

Hægt er að fylgjast með starfi Leikfélagsins á facebook síðu félagsins.

Í Rocky Horror  er sagt frá tveimur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar úti á þjóðvegi. Eina húsið í nágrenninu er kastali Dr. Frankenstein. Húsbóndi kastalans reynist vera Dr. Frank N Furter sem kemur frá plánetunni Transilvaníu.

Dr. Frank N Furter er á kafi í vísindatilraun og er að búa til hinn fullkomna mann; Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í undarlegu og stórhættulegu ævintýri. Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elskar.

Richard O'Brien skrifaði The Rocky Horror Show árið 1973 og verkið var frumsýnt 19. júní sama ár í London. Sýningin gekk í langan tíma og hefur verið sett upp víða um heim. Árið 1975 var svo gerð kvikmynd eftir söngleiknum; The Rocky Horror Picture Show.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira