Rafrænir Skóhlífadagar

11/2/2021

  • Þórunn og Þórdís ræða raðmorðingjakonur
  • Matur hjá Höllu og Evu
  • Nökkvi ræðir um japanska hlutverkaleiki
  • Halla og Eva
  • Fyrirlestur um raðmorðingjakonur

Skóhlífadagar, þemadagar Borgarholtsskóla, fóru fram 10. og 11. febrúar. Skóhlífadagar eru haldnir á vorönn ár hvert og draga nafn sitt af fyrstu árum skólans þegar allir nemendur gengu um skólann í bláum skóhlífum.

Á Skóhlífadögum víkur hefðbundin kennsla fyrir ýmsum námskeiðum og kynningum. Skóhlífadagarnir fóru að þessu sinni fram með rafrænum hætti vegna sóttvarnarráðstafana. Fjölmörg námskeið voru í boði fyrir nemendur bæði frá kennurum og utanaðkomandi aðilum. Sem dæmi má nefna námskeið eða fyrirlestra um öryggi á fjöllum, kvenkyns raðmorðingja, japanska tölvuleiki, karlmennsku og samskipti, orkudrykki auk matreiðslunámskeiðs en námskeiðshaldarar (Eva og Halla) vildu miðla uppskriftunum áfram. 

Skóhlífadagarnir voru skemmtilegir að vanda og kærkomin tilbreyting í hefðbundið skólastarf. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira