Rafræn ferilbók
Fyrsta rafræna ferilbókin í málmsmíði við Borgarholtsskóla var undirrituð í gær. Undirritunin fór fram rafrænt í skólanum þriðjudaginn 14. september. Anton Bragi Andrason, nemandi í rennismíði, er fyrsti nemandi Borgarholtsskóla til nota rafræna ferilbók en hann verður á námssamning hjá Baader á Íslandi.
Samkvæmt nýrri reglugerð um vinnustaðanám á framhaldsskólastigi sem tók gildi 1. ágúst 2021 voru rafrænar ferilbækur teknar í notkun. Markmið rafrænna ferilbóka er að efla gæði starfsþjálfunar með því að mynda samskiptavettvang nemanda, vinnustaða, skóla og annara sem koma að starfsnámi. Rafrænar ferilbækur munu innihalda lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms. Ferilbækur eiga að tryggja að nemendur fái þjálfun í þeim verkþáttum sem hæfnikröfur starfs gera ráð fyrir. Rafrænar ferilbækur hafa verið teknar í notkun í rennismíði og blikksmíði en verða teknar í notkun í vélvirkjun í janúar.
Rafrænar ferilbækur eru mikilvægar til þess að einfalda utanumhald og auka gæði starfsþjálfunar auk þess að auðvelda eftirfylgni skólans með nemendum.