Rafræn bókun hjá náms- og starfsráðgjöfum
Náms- og starfsráðgjafar skólans þær Kristín Birna og Sandra Hlín bjóða nú í fyrsta sinn upp á rafræna bókun í viðtöl. Með þessu er auðvelt að bóka viðtal á vef skólans, fá staðfestingu á viðtali í símann sinn og áminningu um viðtalstíma. Einnig er auðvelt að afbóka tíma. Þessi möguleiki kemur til með að auðvelda aðgengi að náms- og starfsráðgjöf og bókun viðtala.
Vegna Covid19 er aðeins hægt að koma í viðtal með því að bóka tíma. Ekki verður hægt að koma óvænt í viðtal.
Bókun er hægt að framkvæma með því að:
- Bóka á vefnum
- Bóka með tölvupósti kristin@bhs.is og sandra@bhs.is
- Bóka í síma, 535-1737 og 535-1735