Prófskírteini afhent

19/4/2016

  • Nemendur ásamt kennurum
  • Ingi Bogi afhendir Sigrúnu Elísu prófskírteini sitt en hún lauk B1 prófi
  • Ingi Bogi afhendir Pétri Þorsteinssyni prófskírteini sitt en hann lauk A2 prófi
  • Nemendur, foreldrar og kennarar
  • Ingi Bogi afhendir Pétri Þorsteinssyni prófskírteini sitt en hann lauk A2 prófi

 Um nokkurt skeið hafa þýskukennarar skólans, þau Sigurborg og Bernd, þjálfað nemendur sína undir töku samræmdra prófa í tungumálinu. Prófin sem um ræðir nefnast Goethe-Zertifikat A2 og B1. Standist nemendur prófin fá þau afhent skírteini sem staðfestir árangurinn.

Í tilefni þess að nú hefur hópur nemenda í ÞÝS513 lokið prófinu var efnt til samkomu í skólanum. Var nemendum og foreldrum þeirra boðið til samkomunnar þar sem Ingi Bogi skólameistari afhenti nemendum skírteini sín.

Þýskukennarar skólans hafa í gegn um tíðina lagt mikla vinnu í að dýpka og breikka nám nemenda í tungumálinu og hafa beitt til þess ýmsum ráðum. Til að mynda hafa fjölmörg þýsk ungmenni komið að skólanum sem aðstoðarkennarar um lengri og skemmri tíma, nemendur hafa verið sendir til Þýskalands til náms auk þess sem unnið hefur verið í nánu samstarfi við Goethe-stofnunina á Norðurlöndum að ýmsum verkefnum meðal annars áður nefndum prófum. Er skólanum mikill sómi af óeigingjarnri vinnu þeirra Sigurborgar og Bernds.

Þeir nemendur sem luku A2 prófi voru:
Alexander Hjalti Kjartansson
Davíð Helgason
Kristján Örn Kristjánsson
Pétur Þorsteinsson
Róbert Steindór Steindórsson
Sóley Alexandra Þorsteinsdóttir
Þórhildur Vala Kjartansdóttir

Þeir sem luku B1 prófinu voru:
Logi Ágústsson
Sigrún Elísa Gylfadóttir

Óskum við þeim og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Fleiri myndir má finna á Facebook-síðu skólans: 
https://www.facebook.com/Borgarholtsskoli/  


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira