Pétur Freyr bestur í rennismíði

17/4/2018

  • Pétur Freyr Sigurjónsson
Á nýsveinahátíðinni sem fram fór í mars, fékk Pétur Freyr Sigurjónsson viðurkenningu frá VM (Félag vélstjóra og málmtæknimanna) fyrir bestu frammistöðuna í rennismíði.

Pétur Freyr brautskráðist frá Borgarholtsskóla vorið 2017, hann tók sveinspróf í vélvirkjun árið 2017 og nú í febrúar sveinspróf í rennismíði.
Pétri Frey er óskað hjartanlega til  hamingju með árangurinn.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira