Pálmar og jákvæð samskipti
Miðvikudaginn 2. október 2019 kom Pálmar Ragnarsson og ræddi um jákvæð samskipti við nemendur og foreldra. Fyrirlesturinn fyrir nemendurna fór fram á skólatíma en fyrirlesturinn fyrir foreldra var síðdegis.
Pálmar Ragnarsson er
fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um
jákvæð samskipti. Í fyrirlestrum sínum fjallar hann á
skemmtilegan hátt um það hvernig árangursrík samskipti eru. Hann tekur mörg skemmtileg dæmi af
samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á aðra auk þess sem
hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum
á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.
Fyrirlestrarnir í Borgó tókust mjög vel og tókst Pálmari með sinni frábæru hæfni að hrífa fólk með sér og fá það til að hlæja og hugsa á sama tíma.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrirlestrinum hjá nemendum.