Opið hús

8/3/2018

 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
 • Opið hús mars 2018
Miðvikudaginn 7. mars var opið hús í Borgarholtsskóla. Nemendum 10. bekkja og foreldrum þeirra var sérstaklega boðið að koma og kynna sér námsframboð, félagslíf og skólabrag.

Starfsfólk og nemendur sáu um að kynna hinar ýmsu námsleiðir og námsaðstöðuna sem er mjög góð.
Veitt var leiðsögn um skólahúsnæðið en nemendur lífguðu vel upp á það með nærveru sinni, skólahljómsveitir spiluðu og gerðar voru tilraunir svo eitthvað sé nefnt.

Gestir sem lögðu leið sína í Borgó voru fjölmargir og má með sanni segja að skólinn hafi iðað af lífi.

Fleiri myndir frá opnu húsi má sjá á Facebook síðu skólans .Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira