Opið hús
Mánudaginn 18. mars 2019 var opið hús í Borgarholtsskóla. Nemendum 10. bekkja og foreldrum
þeirra var boðið sérstaklega til að skoða skólann og kynna sér námsframboð og
aðstöðuna sem boðið er upp á.
Starfsfólk og nemendur sáu um að kynna hinar ýmsu námsleiðir og námsaðstöðuna
sem er mjög góð. Nemendur skólans settu skemmtilegan svip á samkomuna en þeir
fóru í skipulagðar skoðunarferðir með gesti um skólahúsnæðið og svöruðu
spurningum. Starfsfólk og nemendur voru einnig að störfum um allan skólann og
þannig var leitast við að kynna það nám sem hægt er að stunda í skólanum.
Nemendur á lokaári í leiklist sýndu brot úr Túskildingsóperunni eftir Bertolt
Brecht en uppsetning á því verki er einmitt lokaverkefni þeirra.
Fjölmargir nýttu sér þetta tækifæri til að skoða skólann og kynnast starfsemi
hans.
Fleiri myndir frá opna húsinu eru á facebook síðu skólans .