Ómetanlegt dýrmæti

16/9/2022

  • Starfsfólk sem fékk viðurkenningu ásamt yfirstjórn skólans

Á starfsmannafundi 15. september voru nokkrir starfmenn heiðraðir af yfirstjórn skólans. Þau hafa öll starfað við skólann í 25 ár eða lengur og hafa haft ótrúlega góð áhrif á starfsanda skólans. Þeim voru veittar viðurkenningar auk þess sem þau fengu gjafabréf í Sky Lagoon. Á næstu vikum munu þau svo fá barmnælu með merki skólans og áletruninni Ómetanlegt dýrmæti. Ómetanlegt dýrmæti er einmitt heiti listaverksins sem stendur á bílastæðinu fyrir utan skólann. 

Eftirfarandi starfsfólk fékk viðurkenningu: 
Egill Þór Magnússon
Bjarni Jóhannesson
Óttar Ólafsson
Sólrún Inga Ólafsdóttir
Kristján Ari Arason
Halla Karen Kristjánsdóttir
Hjördís Harðardóttir
Hrönn Hilmarsdóttir
Kristinn Arnar Guðjónsson


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira