Öðruvísi verkefni í málmsmíði

26/10/2022 Málmiðngreinar

  • Jóhann ásamt verkefni sínu
  • Nemendur í MAG suðu
  • Nemandi með verkefni í MAG suðu
  • Nemandi með verkefni sitt.
  • MAG suðu verkefni
  • Plötuvinna
  • Verkefni í MAG suðu
  • MAG suða

Í málmiðnum eru margir skemmtilegir hlutir sem verða til hjá nemendum. Oftast þurfa nemendur að klára til þess að ljúka áföngum en þeir nemendur sem ná að ljúka smíði á öllum verkefnum plötuvinnu eiga möguleika á að smíða aukaverkefni ef tími vinnst til. 

Jóhann Snær Hannesson, nemandi í plötuvinnu, smíðaði áhugavert verkefni nú á dögunum þegar hann smíðaði festingu fyrir hitablásara sem á að fara í bílinn hjá honum. Hann fann tölvuteikningu af festingu og skar hana síðan út í plasma skurðarvél. 

Nemendur í MAG suðu fengu verkefni um að hanna sinn eigin hlut og smíða í síðasta tíma. Hugmyndaauðgi nemenda var mikil eins og sjá má á afrakstrinum. Nemendur notuðu 2 og 4 mm stál og sumir hlutar verkefnanna voru skornir út í plasma skurðarvél. 

Virkilega flott verkefni hjá þessum nemendum og skemmtilegt þegar hægt er að vinna að einhverju sem tengist þeirra eigin hugðarefnum. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira