Öðruvísi verkefni í íslensku

20/2/2019 Málmiðngreinar

  • Arnór Leví, Kristján Gylfi og Gunnar Héðinn
  • Hamarinn Mjölnir og hringurinn Draupnir

Þeir Arnór Leví, Gunnar Héðinn og Kristján Gylfi sem allir eru nemendur á málm- og véltæknibrautum smíðuðu þessa gripi í tengslum við verkefni í íslensku. Verkefnið tengist goðsögum úr Skáldskaparmálum.

Hér má sjá hamarinn Mjölni sem var í eigu Þórs og hringinn Draupni sem Óðinn átti. Draupnir var þeirrar náttúru að hina níundu hverja nótt drupu af honum átta gullhringir jafnhöfgir og þess vegna eru hringarnir níu talsins.

Vel gert strákar!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira