Oddgeir heimsækir Bessastaði

1/3/2019

  • Oddgeir Aage Jensen heimsækir Bessastaði

Verðlaunaafhending vegna smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi var haldin á Bessastöðum 27. febrúar 2019. Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum, aðstandendum þeirra og enskukennurum. Nemendur í Borgarholtsskóla hafa staðið sig mjög vel í keppninni síðustu ár og iðulega hreppt verðlaunasæti. Í ár var þemað „DANGER“ og líkt og undanfarin ár voru þrjár sögur frá Borgarholtsskóla sendar í keppnina. Að þessu sinni hlaut Oddgeir Aage Jensen, nemandi af viðskipta- og hagfræði braut, 2. verðlaun í flokki framhaldsskóla, með söguna sína „The Hatch“.

Næsta smásögukeppni hefst á Evrópska tungumáladeginum 26. september en þá verður tilkynnt um nýtt þema. Hægt verður að nálgast vinningssögurnar á vef FEKÍ (http://ki.is/feki)


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira