Nýtt skólablað
Nemendur hjá Sólrúnu í ENS3C05 gáfu í dag út skólablaðið Would You Like Fries With That? Í
blaðinu er að finna viðtöl við nemendur, greinar um kosti og galla skólans,
íþróttir, smásögur og margt fleira, allt á ensku.
Andrea Jacobsen á hugmyndina að titli skólablaðsins og forsíðuna hannaði Guðlaugur Andri Eyþórsson. Blaðið er gefið út í litlu upplagi en það er hægt að finna á bókasafninu og víðar um skólann og eru nemendur og starfsmenn hvattir til þess að glugga í það sér til skemmtunar.