Nýtt skipulag svæða
Í dag verður breyting á skiptingu skólans í sóttvarnarsvæði. Önnur og þriðja hæð bók- og listnámshúss verður eitt svæði og aðgangur kennara að vinnuaðstöðu í skálum rýmkaður. Við þetta breytist fyrirkomulag innganga á þann veg að hægt verður að komast í stofur á fyrstu hæð um austurinngang (sjá meðfylgjandi mynd).