Nýtt lógó

2/1/2019

  • Logo-i-lit
  • Ljósaskilti með nýju lógói komið á gafl skólans.

Staðið hefur yfir vinna við hönnun á nýju lógói fyrir Borgarholtsskóla. Haft var samband við 18 hönnuði, innan skólans sem utan. Í framhaldi af því var Elsa Nielsen, margverðlaunaður grafískur hönnuður, fengin til að gera tillögur að nýju lógói.

Í haust fundaði kynningaráð skólans ásamt hönnuði, fulltrúa hverrar deildar skólans og fjórum fulltrúum nemenda. Þessir aðilar komu allir með sínar hugmyndir sem Elsa Nielsen vann svo þrjár tillögur út frá. Elsa kynnti svo tillögurnar fyrir sama hópi að þremur vikum liðnum og eftir ýmsar breytingar í kjölfar athugasemda frá hópnum kusu nemendur og starfsfólk milli tillagnanna. Vægi atkvæða nemenda var 50% á móti 50% vægi atkvæða starfsfólks. Þar sem engin tillaga fékk meirihluta atkvæða var kosið aftur milli tveggja efstu tillagnanna.

Niðurstaðan var að 53% kusu húsið, sem vísar í kennileiti skólans, en 47% kusu tillögu með demanti. Í töflunni eru sundurliðaðar niðurstöður.


Nemendur
Starfsf.
Úrslit
#1 Hús14344%4863%53%
#2 Demantur18456%2837%47%

327
76
100%

Í framhaldinu vann hönnuður áfram með hugmyndina í samvinnu við þann hóp sem fundað hefur um málið frá því í upphafi og í framhaldinu var ákveðin lokaútfærsla á lógóinu.

Það er mikið gleðiefni fyrir skólann að vera kominn með nýtt og fallegt lógó.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira