Nýtt hjólastillingatæki

21/9/2020 Bíliðngreinar

  • Kennarar í bifvélavirkjun á námskeiði um notkun hjólastillingartækis
  • Kennarar í bifvélavirkjun á námskeiði um notkun hjólastillingartækis
  • Kennarar í bifvélavirkjun á námskeiði um notkun hjólastillingartækis

Undanfarið hefur staðið yfir endurnýjun á tækjakosti til kennslu bíliðngreina í Borgarholtsskóla.

Eitt af þeim tækjunum sem keypt hafa verið er sérlega gott hjólastillingatæki sem mun án efa reynast þarfaþing við nám og kennslu í tengslum við hjólastillingar.

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur hefur unnið ötullega að uppsetningu tækisins ásamt kennurum í bifvélavirkjun. Í síðustu viku fengu kennararnir námskeið í notkun tækisins. Umsjón námskeiðsins var í höndum Andra Guðmundssonar en hann aðstoðaði við uppsetningu tækisins og er talin einn besti hjólastillingasérfræðingur landsins. Kunnum við Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf við uppsetningu og kennslu á tækið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira