Nýtt hjólastillingartæki

4/1/2021 Bíliðngreinar

  • Hjólastillingartæki gefið
  • Hjólastillingartæki

Borgarholtsskóli fékk á dögunum nýtt hjólastillingartæki að gjöf. Tækni nýja tækisins kom fyrst fram árið 2017 og hefur gjörbreytt allri vinnu við hjólastillingar. Þetta tæki er mun afkastameira og einfaldara í notkun en fyrirrennari þess sem skólinn hefur notast við.

Gjöfin, að andvirði 4,2 milljóna króna, kemur frá Bílgreinasambandinu og Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur sem er innflytjandi tækisins. Þrír fulltrúar afhentu skólanum gjöfina með formlegum hætti 22. desember: Einar Sigurðsson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins auk Guðmundar Inga Skúlasonar frá Kistufelli sem hefur komið mikið að menntamálum fyrir Bílgreinasambandið og Iðuna, fræðslusetur.
Fyrir hönd skólans veittu Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri og Hreinn Ágúst Óskarsson, kennari og fagstjóri í bifvélavirkjun, gjöfinni viðtöku.

Bílgreinasambandinu og Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur er þakkað kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun koma að góðum notum við kennslu bíliðngreina. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira