Nýtt fyrirkomulag íþróttakennslu

8/3/2021

  • IMG_1825-2000x1200

Frá og með haustönn 2021 verður sú breyting á fyrirkomulagi íþrótta að þeir nemendur sem hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01 geta valið á milli ólíkra áfanga í kjarna.

Eftirfarandi áfangar verða í boði frá og með haustönn 2021:

  • RÆK1A01 - Líkamsrækt í World Class.
  • JÓG1A01 - Jóga.
  • KÖR1A01 - Körfubolti.
  • FÓT1A01 - Fótbolti.
  • ÚTI1A01 - Útivist. Blanda af skipulögðum göngum og eigin þjálfun. Áfanginn er utan töflu.

Þessa áfanga er hægt að velja oftar en einu sinni og hafa nemendur því val um hvernig þeir vilja rækta sína heilsu og stunda íþróttir.

Athygli nemenda er vakin á að hægt er að velja tvo íþróttaáfanga á hverri önn. Frekari upplýsingar um breytingarnar er hægt að fá hjá íþróttakennurum skólans þeim Bjarna, Höllu, Ingu Láru og Sigurði Þóri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira