Nytjahlutir verða til í málmsmíði

3/2/2021 Málmiðngreinar

  • Nemendur í handavinnu málmiðna
  • Nemendur í hlífðargassuðu

Nú þegar nemendur eru mættir í staðnám er líf og fjör innan veggja skólans.
Að vanda er nóg að gera í málmiðngreinum og þar smíða nemendur nytjahluti í óða önn. Nemendur í handavinnu málmiðna voru að ljúka lotu þar sem þeir smíðuðu tanka og lúgur á bátadekk. Þeir kláruðu þetta vandaða handverk undir leiðsögn Sigþórs Haraldssonar.
Nemendur hjá Herði Harðarssyni í hlíðfargassuðu voru einnig afkastamiklir en þeir smíðuðu tvö hjólaborð sem munu nýtast vel við nám og kennslu í málm- og véltæknideildinni. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira