Nýsveinahátíð

22/3/2022 Málmiðngreinar

  • Hátíðamynd

Í byrjun mars var haldin nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á Icelandair hótel Natura. 45 nýsveinum var veitt viðurkenning fyrir afburðaárangur þeirra í sveinsprófi. Nemarnir fengu ýmist silfur- eða bronsverðlaun.

Að þessu sinni var veitt viðurkenning fyrir bæði árin 2020 og 2021 en heimsfaraldur kom í veg fyrir að slík hátíð væri haldin 2021.

Þrír brautskráðir nemendur Borgarholtsskóla fengu viðurkenningu að þessu sinni:
Andri Már Jóhannsson, blikksmíði, lauk prófi í Borgó vor 2020.
Atli Berg Kárason, vélvirkjun, lauk prófi í Borgó vor 2019.
Sverrir Eiríksson, blikksmíði, lauk prófi í Borgó vor 2020.

Þeim er óskað innilega til hamingju með árangurinn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira