Nýsköpunarkeppnin Ungir frumkvöðlar
Á tímum efnahagsþrenginga er nýsköpun mikilvægari en nokkru sinni. Í
nýsköpunarkeppninni Ungir frumkvöðlar - JA Iceland lenti hópur nemenda úr
Borgarholtsskóla í
verðlaunasæti fyrir hugmynd um að endurnýta gömul fiskinet til að búa til
boltanet. Einnig fékk fyrirtækið Fyrir þig viðurkenningu fyrir að lenda í
efstu 25 sætum keppninnar en 109 lið tóku þátt að þessu sinni.
Frábær árangur
hjá þessum krökkum sem við getum verið stolt af.
Meðfylgjandi mynd er af Rögnu Sigríði
Ragnarsdóttur með viðurkenningarskjalið en vegna Covid 19 mátti aðeins einn úr hverjum hóp vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna sem fór fram miðvikudaginn 6. maí.