Nýr skólasöngur

4/10/2016

  • Verðlaunaafhending - skólasöngur okt. 2016
  • Verðlaunaafhending - skólasöngur okt. 2016
  • Verðlaunaafhending - skólasöngur okt. 2016
  • Verðlaunaafhending - skólasöngur okt. 2016

Í tilefni 20 ára afmælis var efnt til samkeppni um skólasöng fyrir Borgarholtsskóla. 

Í dag voru úrslit í keppninni kynnt.

Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms bar sigur úr býtum með frumsamið lag og texta, sem heitir Á Borgarholtinu.  Textann má sjá hér neðar.

Í öðru sætu varð Sólrún Inga Ólafsdóttir með texta sem saminn var við lagið "Undir bláhimni".

Dómnefnd var skipuð bæði nemendum og kennurum. Eftirfarandi sátu í nefndinni: Berglind Rúnarsdóttir og Theódór Karlsson fyrir hönd kennara og Fríða Rún Frostadóttir, Kári Haraldsson, Snædís Laura Heimisdóttir Paz og Sigurjón Óli Gunnarsson fyrir hönd nemenda.

Á Borgarholtinu

Á holtinu Borgar ber við himin
eitt heljar mikið hús.
Þar járnið berja og bókmenntir kryfja
halir og sprund námfús.

Um aga, virðingu og væntingar biður
Borgarholtsskólinn minn.
Bókmennt, handmennt og siðmennt býður
og breiðan faðminn sinn.

Þó svo í náminu framtíðin búi
og fjöreggið felist í því,
má eigi gleyma er minningar streyma
að mannvirðing menntun býr í.

Um aga, virðingu og væntingar biður
Borgarholtsskólinn minn.
Bókmennt, handmennt og siðmennt býður
og breiðan faðminn sinn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við verðlaunaafhendinguna í dag.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira