Nýr málningarhermir
Þann 18.mars sl. vígðu Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari og Ingi Bogi Bogasson aðstoðarskólameistari málningarhermi sem fenginn hefur verið til kennslu í bílamálun. Hermirinn nýtist til kennslu, þjálfunar og endalausra æfinga í að mála bifreiðar. Er þetta sýndarhermir og með honum má líkja eftir öllum verkþáttum sem farið er í gegn um þegar bifreiðarhlutar eru málaðir.
Bílgreinadeild Borgarholtsskóla þakkar Bryndísi sérstaklega fyrir hennar stuðning við að fá herminn í hús.