Nýnemavika

10/9/2021

 • Einbeittir minigolfarar
 • Egilshöll breytt í „vígvöll“
 • Spurning hvort þetta farartæki var eitthvað að hjálpa
 • Archery tag
 • Þessir voru líka klárir í minigolfið
 • Fótboltagolf
 • Miðað af öryggi
 • Lasertag
 • Borgó peysur afhentar
 • Þessir spiluðu fótboltagolf
 • Klárar í minigolfinu
 • Jakob Birgisson uppistandari

Dagana 6.-10. september var nýnemavika í Borgarholtsskóla. Þessa daga stóð Nemendafélagið í ströngu við skipulagningu ýmissa viðburða fyrir nýnemana.

Hápunktur vikunnar var nýnemaferðin sem var miðvikudaginn 8. september en í upphafi dags fengu allir nýnemar afhentar peysur merktar nemendafélagi skólans. Ekki þótti ástæða til að leita langt yfir skammt og var farið í Skemmtigarðinn í Gufunesi. Boðið var upp á minigolf og fótboltagolf í garðinum sjálfum og í Egilshöll var farið í lasertag og archerytag sem Skemmtigarðurinn sá jafnframt um. Að því loknu var boðið upp á pizzu og Jakob Birgisson kom og flutti uppistand.

Fimmtudagskvöldið 9. september var nýnemakvöld haldið í matsal skólans. Það kvöld var keppt í limbó og kappáti, boðið upp á pizzu, myndband með nýnemavakningum voru sýnd og rapparinn Daniil mætti.

Nýnemavikan tókst mjög vel og er stjórn NFBHS þakkað kærlega fyrir skipulagningu hennar. Í næstu viku verða nýnemaviðtöl  á vegum nemendafélagsins og þá gefst gott tækifæri fyrir nýnema að gefa kost á sér í ýmsar nefndir sem starfræktar eru.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira