Nýnemavika

5/9/2019

 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019
 • Nýnemahátíð haust 2019

Vikan 2.-6. september hefur verið tileinkuð nýnemum hér í Borgarholtsskóla. Boðið var upp á nýnemakvöld og nýnemahátíð og endapunkturinn verður nýnemaball.

Mánudaginn 2. september var haldið nýnemakvöld á vegum nemendafélagsins. Boðið var upp á pizzur og gos, nefndir og ráð voru kynnt og farið var í hópeflisleiki.

Miðvikudaginn 5. september var nýnemahátíð í Borgarholtsskóla. Nýnemar mættu í skólann kl. 8:10 þar sem þeim voru færðar hettupeysur merktar Borgó og NFBHS. Þau fylgdu svo umsjónarkennara sínum og hópstjórum úr hópi eldri nemenda niður í Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Þar fóru hóparnir á fjórar stöðvar, paintball, lasertag, archery tag og í minigolf/fótboltagolf. Milli stöðva var hádegismatur í boði nemendafélagsins en boðið var upp á Dominospítsur og gos.
Nemendur voru mjög ánægðir með daginn en margir voru orðnir þvældir, blautir og kaldir eftir vætusaman dag.

Endapunkturinn á þessari velheppnuðu viku verður svo nýnemaballið sem verður í kvöld, fimmtudaginn 5. september. Ballið er í Víkinni (Víkingsheimilinu) og er haldið samvinnu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ og Tækniskólann.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira