Nýnemar í dreifnámi
Fimmtudaginn 24. ágúst mættu nýnemar í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði á kynningarfund.Ársæll Guðmundsson skólameistari bauð nýnema velkomna.
Nemendur fengu stutta kynningu á náminu, skólareglum, tölvukerfum og stoðþjónustu skólans.
Nemendur gengu svo upp á bókasafn og sagt var frá safninu og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á.
Að lokum fóru nemendur í tölvustofur og stigu sín fyrstu skref í námsumsjónarkerfinu Moodle.
Dagana 25. og 26. ágúst fer svo fram fyrsta staðlota annarinnar.