Nýnemar afreksíþróttasviðs í ferð

5/9/2016

  • Nýnemar á afreksíþróttasviði í ferðalagi september 2016

Hin árlega nýnemaferð nemenda á afreksíþróttasviði var farin 2. september síðastliðinn. 55 nemendur ásamt þremur kennurum fóru með rútu til Hveragerðis þar sem starfsmenn frá Iceland Activites tóku vel á móti hópnum. Búið var að skipuleggja marga skemmtilega hópeflisleiki sem reyndu á samvinnu og hina ýmsu færni.  Nemendur tóku þátt af fullum krafti og stóðu sig vel.

Aparólan var heimsótt en það er róla sem er 90 metra löng og er strengd þvert yfir Reykjafoss í Varmaá. Allir nemendur fengu að fara eina ferð þar yfir.  Að því loknu var farið í sund.  Sumir nýttu sér heitu pottinn en aðrir sýndu listir sínar á stökkbretti.

Að lokum var hádegismatur snæddur á Hoflandssetrinu.

Ferðin heppnaðist mjög vel og voru nemendur til fyrirmyndar og virtust njóta dagsins í botn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira