Nýnemakvöld, nýnema...
Í næstu viku verður mikið um að vera hjá nýnemum.Mánudaginn 5. september verður nýnemakvöld haldið í skólanum.
Þriðjudaginn 6.september verður farið í nýnemaferð og falla þá niður tímar hjá nýnemum en tímar hjá öðrum nemendum verða skv. stundaskrá.
Miðvikudaginn 7.september verður svo foreldrakvöld hér í skólanum og um kvöldið er nýnemaball haldið með pompi og prakt.
Bréf til foreldra vegna viðburða fyrir nýnema.
Skyldumæting er fyrir nýnema í ferðina, en auðvitað eru allir hvattir til að taka þátt í öllum þessum viðburðum, sem án efa verða mjög skemmtilegir.
Meðfylgjandi mynd var tekin í nýnemaferð í fyrra.