Nýnemahátíð

5/9/2018

 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018
 • Nýnemahátíð haustönn 2018

Nýnemahátíð Borgarholtsskóla fór fram í dag, miðvikudaginn 5. september í afbragðsgóðu veðri.

Nýnemar mættu í skólann kl. 8:10 og var þeim skipt í hópa. Farið var í Egilshöll og Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Nemendurnir fengu að spreyta sig í lasertag, paintball, minigolfi, fótboltagolfi og farið var í keilu, búbblubolta og á skauta.

Í hádeginu bauð Nemendafélag Borgarholtsskóla nýnemunum upp á pizzur og gos.

Hátíðin þótti takast mjög vel og fékk nemendaráð BHS verðskuldað hrós fyrir umgengni og skipulag.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag.

Botninn í  nýnemadagana verður svo sleginn á morgun, fimmtudaginn 6. september þegar nýnemaballið fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal. Ballið er samstarfsverkefni fimm framhaldsskóla.

Fram koma:
Ratio
Young karin
ClubDub
Sprite Zero klan
JóiPé x Króli

Miðaverð er 3500 kr.- og fer miðasala fram rafrænt .

Húsið opnar kl. 22:00.
Húsið lokar kl. 23:00.
Ballinu sjálfu lýkur kl. 01:00

Ölvun ógildir miðann og öll vímuefni verða gerð upptækt.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira