Nýnemaferð 2016

6/9/2016

  • Nýnemaferð 2016
  • Nýnemaferð 2016
  • Nýnemaferð 2016
  • Nýnemaferð 2016

Þriðjudaginn 6. september var hin árlega nýnemaferð BHS farin. Dagurinn var bjartur og fagur enda voru það glaðir nýnemar sem lögðu af stað í fjórum rútum austur fyrir fjall. Var ferðinni heitið til Stokkseyrar.

Rúmlega 300 nýnemar fæddir árið 2000 hófu nám við skólann í haust og voru flestir þeirra með í för. Nemendum var skipt í nokkra hópa og fóru hóparnir hver á sína stöð. Ýmislegt var í boði. Á meðan einhverjir fóru í sund sigldu aðrir á kajökum og enn aðrir spreyttu sig á kastalasmíð úr dagblöðum undir stjórn lífsleiknikennara. Þá voru nemendur úr leikfélagi BHS með vinnustofu þar sem nýnemarnir fóru í skemmtilega leiki. Síðast en ekki síst fengu nýnemarnir að keppa í hinum svokallaða bubblubolta en hann fer þannig fram að keppendur klæða sig í risavaxna sundbolta og keppa svo sín á milli í knattspyrnu. Í hádeginu var slegið upp heljarinnar pylsuveislu og átu nemendur pylsur eins og engin væri morgundagurinn.

Óhætt er að segja að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel. Skipulagið hjá nemendaráði var til fyrirmyndar enda nutu þau dyggs stuðnings félags- og forvarnarteymis skólans og lífsleiknikennara. Allt fór þetta fólk með í ferðina og sá til þess að hlutirnir gengju snurðulaust fyrir sig. Á það hrós skilið fyrir sitt framlag og fyrirmyndar samvinnu.

Fleiri myndir má finna á www.facebook.com/Borgarholtsskoli 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira