Nýnemaferð

6/9/2017

  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017
  • Nýnemaferð september 2017

Tæplega 300 nýnemar lögðu af stað í hina árlegu nýnemaferð Borgarholtsskóla upp úr kl. 8:30 að morgni 6. september. Var ferðinni heitið á Stokkseyri. Þegar þangað kom beið hópsins ýmiss konar afþreying og skemmtun. Var m.a. siglt á kajökum, farið í sund, tekist á í þrautabraut, spilaður bubblubolti auk þess sem keppt var í kappáti og farið í hópeflisleiki. Í hádeginu sáu grillmeistarar skólans um að grilla pylsur ofan í mannskapin. Það voru svo þreyttir en ánægðir nemendur sem héldu til baka í Grafarvoginn upp úr kl. 15.

Nemendaráð skipulagði daginn með dyggri aðstoð félags- og forvarnarteymis auk þess sem lífsleiknikennarateymi skólans var til halds og trausts. Er það mál manna og kvenna að ferðin í ár hafi verið ein sú best heppnaða hingað til og eiga okkar kæru nýnemar hrós skilið fyrir einstaka háttvísi, fyrirmyndar hegðun og prúðmannlega framkomu.

Fleiri myndir frá ferðinni eru á facebook síðu skólans .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira