Nýnemaferð

10/9/2015

Miðvikudaginn 9.september fóru nýnemar Borgarholtsskóla í ferð ásamt nemendaráði, lífsleiknikennurum og forvarnafulltrúum. Busavígslur voru lagðar af í skólanum fyrir tveimur árum og þess í stað voru teknar upp sérstakar nýnemaferðir.

Lagt var af stað úr skólanum rétt fyrir kl. 9 um morguninn og var förinni heitið á Stokkseyri.

Nemendum var skipt í fimm hópa og unnu hóparnir á fimm mismunandi stöðvum á Stokkseyri og Eyrarbakka allan daginn. Farið var á kajak, bubble bolta og sund en auk þess sáu leiklistarnemendur um hópeflisleiki og lífsleiknikennarar um kastala- og sögugerð.

Kl. 18:00 stigu svo þreyttir en sælir nemendur út úr rútunum við skólann.

Ferðin gekk eins og í sögu þrátt fyrir að veðrið hafi aðeins verið að stríða fólki. Voru skipuleggjendur á Stokkseyri sammála um að nemendur skólans væru sérstaklega kurteisir og duglegir. Sýndu nemendur af sér góða framkomu og var skipulag ferðarinnar til fyrirmyndar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira