Nýnema- og foreldrakynning
Fimmtudaginn 17. ágúst var nýnemum, sem eru að koma beint úr grunnskóla, og forráðamönnum þeirra boðið að koma í Borgarholtsskóla.Ársæll Guðmundsson skólameistari og Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari kynntu skólastarfið og sögðu frá foreldraráðinu.
Námsráðgjafar, fóstra umsjónar og mætinga, fulltrúar úr félagsmála- og forvarnateymi og bókasafnsstýra kynntu ýmislegt sem viðkemur starfi skólans, reglum og þjónustu.
Fulltrúar úr stjórn Nemendafélags BHS komu og sögðu stuttlega frá félagslífinu og hvöttu nemendur til að vera virka í því.
Að lokum var nemendum boðið að ganga til kennslustofu og hitta sína umsjónarkennara, en foreldrar sátu áfram í salnum og áttu samtal við skólastjórnendur.
Mikið fjölmenni var á þessari kynningu og endurspeglar það ásóknina í skólann og þann mikla fjölda nýnema sem eru að byrja í skólanum þetta haustið.