Nýjar peysur í bílum og málmi

31/8/2021 Bíliðngreinar Málmiðngreinar

  • Nemendur að vinnu í bílum
  • Nemendur að vinnu í bílaskála
  • Nemendur að vinnu í málmi

Sú nýbreytni var tekin upp í Borgarholtsskóla á þessari önn að allir nemendur í bíliðngreinum og málmiðngreinum fengu merktar peysur. Nemendur eiga að mæta í þessum peysum daglega en þeir nemendur sem vilja geta keypt sér aukaeintök á 3000 kr. á skrifstofu skólans.

Þessi ákvörðun var tekin til að auðvelt sé að auðkenna bæði nemendur og kennara þessara deilda og þannig sjá hverjir eiga erindi í bíla- og málmskála.   Utanaðkomandi sem ekki eiga erindi í verknámshúsið er því auðvelt að þekkja og vísa frá en það er mikilvægt vegna tryggingamála. Í verknámshúsi eru jafnframt allskyns vélar, tæki og verkfæri sem óviðkomandi eiga ekki að komast í og auðvelda þessar peysur yfirsýnina.

Almenn ánægja er meðal nemenda og starfsfólks með þessa ráðstöfun.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira