Ný skólanefnd
Í árslok 2017 var skipuð ný skólanefnd við Borgarholtsskóla
til næstu fjögurra ára. Nefndina skipa þrír fulltrúar mennta- og
menningarmálaráðherra og tveir fulltrúar sem Reykjavíkurborg og Mosfellsbær
tilnefna. Að auki sitja í skólanefndinni þrír áheyrnarfulltrúar þ.e. frá
nemendum, kennurum og foreldrum.
Á sínum fyrsta fundi valdi skólanefndin sér formann sem er Diljá Mist Einarsdóttir en hún er lögmaður og starfar hjá félaginu Lögmál. Skólameistari er framkvæmdastjóri skólanefndar og einnig situr aðstoðarskólameistari fundi nefndarinnar.
Á myndinni eru frá vinstri: Ársæll Guðmundsson, skólameistari, Grétar Halldór Gunnarsson, Kristján Erlendsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, Erla Gísladóttir, Ólafur Jóhann Gunnarsson, Magnús Hrafn Einarsson og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir. Á myndina vantar fulltrúa kennara, Berglindi Rúnarsdóttur.