Útskriftarhátíð haustannar 2009

19/12/2009

  • Útskrift á haustönn 2009

107 nemendur voru brautskráðir frá Borgarholtsskóla þann 19. desember á þessu 14. starfsári skólans. Heildarfjöldi nemenda á haustönn var 1427, þar af 1166 í dagskóla, 160 í dreifnámi og 97 í síðdegisnámi og kvöldskóla.

Útskriftarhátíðin var með hefðbundnu sniði. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tók á móti gestum með ljúfum tónum og sönghópur Borgarholtsskóla undir stjórn Braga Þórs Valssonar vakti athygli fyrir góða frammistöðu. Þar sýndi sig að það eru gæði en ekki fjöldi sem skipta máli en aðeins fjórir nemendur komu fram.
Kennslustjórar afhentu nemendum prófskírteini fyrir nám á eftirtöldum sviðum: bíliðngreinar, bóknám til stúdentsprófs, starfsnámsbrautir (félagsliðar, aðstoðarfólk í skólum, verslunarbraut), lista- og fjölmiðlasvið, málm- og véltæknigreinar.

Elías Marel Þorsteinsson, stúdent af náttúrufræðibraut, fékk hæstu einkunn en hann flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Þar þakkaði hann kennurum og starfsfólki skólans fyrir áfangann eða réttara sagt alla áfangana sem hann hafði lokið. Fjölmargir aðrir nemendur fengu verðlaun frá skólanum en VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna, SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Félag íslenskra félagsliða veittu einnig viðurkenningar.

Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari óskaði nemendum alls hins besta í framtíðinni. Hún lagði áherslu á að þau hefðu uppskorið „ómetanlegt dýrmæti“ í formi menntunar en hún hefði ekki fallið af himnum ofan eins og samnefnt listaverk sem er staðsett á lóð skólans. Hún vonaði að skólagangan hefði styrkt þau í að fylgja gildum skólans sem eru umburðarlyndi, jafnræði og náungakærleiki.

Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir frá hátíðinni.


StarfsnámsbrautirÚtskrift á haustönn 2009
Listnámsbraut
Bóknám
Verðlaunagripur frá félagi vélstjóra og málmtæknimannaBíliðngreinar
Sönghópur Borgarholtsskóla
Útskrift á haustönn 2009
Elías Marel Þorsteinsson

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira