Gjöf til bíltæknibrautar
Formaður Bílgreinasambandsins Guðmundur Ingi Skúlason kom færandi hendi í skólann með nýtt og fullkomið tæki sem stjórn sambandsins gefur bíltæknibrautinni í tilefni afmælis skólans. Tækið sem á íslensku nefnist „Þjónustutæki fyrir loftfrískun“ þjónar þeim tilgangi að prófa ástand loftkælikerfa (Air Condition) í bifreiðum. Með tækinu má tæma og fylla kælimiðli á kerfin, prófa þrýsting og bæta á smurefni. Á myndinni eru frá vinstri Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari, Guðmundur Ingi Skúlason formaður Bílgreinasambandsins og Ingibergur Elíasson kennslustjóri bíltæknibrautar.