Pétur Már fékk þriðju verðlaun í REClimate

8/12/2009

  • Pétur Már Pétursson

Pétur Már Pétursson nemandi á listnámsbraut fékk þriðju verðlaun fyrir myndina Hope í norrænu kvikmyndasamkeppninni REClimate.

Verðlaunin verða afhent og sigurmyndirnar sýndar á Klimaforum09, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, í Kaupmannahöfn í kvöld. Pétur hlýtur að launum Sony Ericsson GreenHeart farsíma.

Norræn ungmenni á aldrinum 15-19 ára tóku þátt í samkeppninni. Alls voru sendar inn 125 myndir, ýmist teiknaðar, leiknar myndir og heimildarmyndir. Sigurvegararnir voru valdir af áhorfendum og sérstakri dómnefnd í hverju landi en það var færeysk mynd sem bar sigur úr býtum.

Hægt er að sjá myndina Hope á slóðinni http://www.dvoted.net/index.php?option=com_content&task=view&id=5092&Itemid=5001&play=1

Þess má geta að önnur mynd frá Borgarholtsskóla komst í 8 liða úrslit keppninnar. Höfundar hennar eru Benedikt Bachmann og Hörður Freyr Brynjarsson. Báðar myndirnar voru gerðar undir handleiðslu Guðrúnar Ragnarsdóttur í áfanganum skjámiðlun.

Nánari upplýsingar um keppnina má fá á vefnum www.reclimate.net.

REClimate lógó


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira