Frumsamið leikrit flutt í útvarpinu
Undirtitilll
Nemendur og kennarar í Borgarholtsskóla hafa notið velvildar leiklistardeldar RÚV og hjóðritað frumsamið efni til flutnings fyrir Ríkisútvarpið. Um er að ræða leikrit í sex þáttum og hljóðgerð sem samið var af nemendum í leiklistar- og hjóðvinnsluáföngum.
Nemendur voru tvo daga við uppökur í studiói eftir töluverðan undirbúning, æfingar og skriftir.
Það er skemmst frá því að segja að verkefnið gekk vel og verður á dagskrá í desember. Flutningur verkanna verður í þættinum Leynifélagið og fyrsta útsending er væntanlega miðvikudaginn 16. desember. Við hvetjum kennara og nemendur til að fylgjast með frá upphafi, halda á vit ævintýra og furðuhljóða.