Kennaranemi frá Þýskalandi

30/11/2009

  • Stefanie Scholz ásamt nemendum

Nemendur og kennarar í þýsku hafa á haustönn notið liðsinnis aðstoðarkennarans Stefanie Scholz. Steffi hefur reynst okkur afar vel. Því miður fáum við ekki að njóta krafta hennar á vorönn, þar sem henni hefur boðist að klára kennaranám sitt í Lüneburg. Um leið og við þökkum henni kærlega fyrir frábært samstarf, góðu hugmyndirnar og léttu lundina, óskum við henni alls hins besta í framtíðinni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira