Nemendur taka þátt í REClimate myndbandasamkeppni

11/11/2009

  • REClimate

Í fréttatíma Sjónvarps í gær var frétt um þátttöku nemenda í BHS í REClimate myndbandasamkeppninni. Slóðin er: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497807/2009/11/10/12/

Mikill áhugi er meðal nemenda í Borgarholtsskóla fyrir REClimate-myndbandasamkeppninni, einkum hjá nemendum á listnámsbraut. Hafa nemendur fengið ríkulega hvatningu frá kennurum sínum í tengslum við verkefnið, einkum þeim Guðrúnu Ragnarsdóttur og Hákoni Má Oddssyni. Má gera ráð fyrir að fjöldi myndbanda berist frá nemendum skólans í keppnina.

Skólinn leggur mjög mikla áherslu á umhverfisvernd og umhverfismeðvitund meðal nemenda. Fyrr á árinu fékk skólinn Grænfánann sem er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

REClimate er ný keppni sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, norrænu kvikmyndastofnununum, Sambandi norrænu félaganna og norrænu kvikmyndavefsíðunni www.dvoted.net

REClimate er ætlað að hvetja ungt fólk til að gera myndir sem geta orðið innlegg í pólítíska umræðu. Bestu myndirnar verða sýndar á Leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.

REClimate er ætlað að gefa ungmennum tækifæri til að láta rödd sína heyrast á leiðtogafundinum, hvetja þá til að kynna sér loftslagsmál, koma með hugmyndir til lausna á vandamálum og gefa sigurvegaranum tækifæri til að vinna 2000 evrur! Framtíðin er í höndum unga fólksins og með því að efna til þessarar keppni er ungt fólk hvatt til að tjá sig um þetta mikilvæga mál með nútíma tækni.

Tengiliður skólans við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og Norrænu ráðherranefndina í þessu verkefni var Kristján Ari Arason.

Einnig er fjallað um verkefnið í fréttabréfi frá upplýsingaskrifstofu Sameinuð Þjóðanna í Vestur Evrópu. Slóðin er: http://www.unric.org/is/frettir/25477-hun-er-ae-vinna-fyrir-okkur-oell-framtie-okkar-er-ae-veei-Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira