Vinavika

6/11/2009

  • Guðrún og Steinunn

Stjórn starfsmannafélagsins stendur fyrir ýmsum uppákomum þessa dagana. Vinavika hefst mánudaginn 9. nóvember en þá leitast þátttakendur í leiknum við að gleðja þann samstarfsmann sem var dreginn úr potti í yfirstandandi viku. Til upphitunar mættu margir í bleikri flík síðasta föstudag og í dag sáust karlar jafnt sem konur með skrautleg eða virðuleg hálsbindi. Vinavikan endar með happakvöldi sem fer fram í gjörbreyttum og skreyttum bílaskála 13. nóvember.

Gunnlaugur og Marta


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira