Sigur á FVA í fyrstu umferð Morfís

6/11/2009

  • Vilhjálmur Skúli, Valbjörn Snær, Birta og Sigurður Heiðar

MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla er hafin. Borgarholtsskóli vann Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) í 1. umferð keppninar sem fór fram í sal Borgarholtsskóla fimmtudagskvöldið 5. nóvember.

Umræðuefni kvöldins var „Hetjudýrkun“ og mælti Borgó gegn henni. Liðið skipuðu Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson, Valbjörn Snær Lilliendahl, Sigurður Heiðar Elíasson og Birta Baldursdóttir. Þau stóðu sig mjög vel og Sigurður var valinn ræðumaður kvöldsins. Um 500 nemendur fylgdust með viðureigninni.

Nokkrir nemendur á listnámsbraut tóku keppnina upp og hún var sýnd í beinni útsendingu á netinu.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira