Viðurkenning frá Goethe-Institut

23/10/2009

  • Stjórnendur skólans, þýskukennarar, nemendur og forráðamenn ásamt fulltrúum Goethe-Insitut

Í sumar fóru þrír nemendur skólans á sumarnámskeið í Þýskalandi. Þetta eru þau Alexandra K. Ægisdóttir, Vignir Smári Vignisson og Örn Þórisson Kjærnested. Þau stóðu sig öll með prýði og voru verðugir fulltrúar skólans. Síðastliðinn föstudag afhenti Ursula Kreher frá Goethe-Institut í Kaupmannahöfn nemendum prófskírteinin við hátíðlega athöfn að viðstöddum skólameistara, aðstoðarskólameistara, þýskukennurum og nokkrum öðrum.  Þar sem Alexandra er au-pair í Berlín í vetur, mættu foreldrar hennar í staðinn.Nemendur og forráðamenn ásamt fulltrúa Goethe-InstitutVignir Smári og UrsulaUrsula og Örn

Þátttaka nemenda í sumarnámskeiðunum eru hluti af samstarfi skólans við Goethe-Institut og mun einnig standa nokkrum nemendum skólans til boða næsta sumar.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira