Sönghópur BHS getur bætt við sig söngvurum
Við Borgarholtsskóla starfar sönghópur sem æfir einu sinni í viku og kemur fram við ýmis tækifæri, innanskóla og utan. Efnistökin eru fjölbreytt; frá þjóðlögum til rokklaga. Skólinn veitir tvær einingar fyrir hverja önn sem nemandi syngur með sönghópnum.
Æfingarnar fara fram í stofu 116 á miðvikudögum, frá kl. 17:00 til kl. 19:40.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við tónlistarstjórann, Braga Þór Valsson, í tölvupóstfangið bragi@bhs.is.