Nemendur í stúdíótækni taka þátt í RiffTV á alþjóðlegri kvikmyndahátíð

25/9/2009

  • Á Bessastöðum

Nemendur í stúdíótækni á Listanámsbraut taka þátt í svokölluðu RiffTV á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fjórða sinn í ár. Nemendur taka upp og klippa fréttir frá hátíðinni sem eru unnar í samvinnu við meistaranema í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Klipping fer fram í Odda en upptökur um allan bæ eins og sjá má á vef hátíðarinnar riff.is. Er þetta einstakt tækifæri fyrir nemendur BHS til að kynnast helstu meisturum kvikmyndagerðarinnar og tóku nemendurnir viðtal við heiðursgest hatíðarinnar, margfaldan óskarsverðlaunahafa, Milos Forman á Bessastöðum og fylgdu honum eftir í heimsókn hans hér.

Á myndinni sést Samúel Þór Smárason í hópi fréttamanna mynda verðlaunahafann Milos Forman að Bessastöðum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira